Lífið

Komu fasteignasala á óvart með milljón króna vinningi

Ragna var boðuð í viðtal til þess að tala um fasteignamarkaðinn en gekk út með milljón.
Ragna var boðuð í viðtal til þess að tala um fasteignamarkaðinn en gekk út með milljón.

Ragna S Óskarsdóttir fyrrverandi kennari og nú fasteignasali hjá Mikluborg fasteignasölu mætti í viðtal í Reykjavík Síðdegis kl. 16 40 í dag.

Stjórnendur þáttarins, þeir Þorgeir, Bragi og Kristófer, lögðu fyrir Rögnu nokkrar spurningar um fasteignamarkaðinn, hvort lítið sé að gera og hvort hún hafi hugsað sér að snúa aftur í kennslu.

Ragna svaraði öllu samviskusamlega en það runnu á hana tvær grímur þegar Kristófer vék talinu að allt öðrum og alvarlegri hlutum. Á augabragði fylltist hljóðverið af myndatökumönnum og ljósmyndurum en fyrir hópnum fór Stefán Pálsson markaðsstjóri Kreditkorts.

Hann hafði meðferðis tösku, í töskunni var kort og inni á kortinu eru milljón krónur sem Ragna hafði unnið í Milljónaleik Bylgjunnar og Kreditkorts.

Ragna var að vonum hissa en mjög glöð og þakklát og hafði gaman af öllu saman enda varla annað hægt.

Dregið var í leiknum 2 klukkustundum fyrr og var tíminn nýttur til að hafa upp á Rögnu og fá yfirmenn hennar hjá Mikluborg til að fá hana til að mæta í viðtalið og fjalla um fasteignamarkaðinn.

Hægt er að hlusta á uppákomuna hér strax að loknum þættinum kl. 18 30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.