Sport

Vonbrigði hjá Erni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örn Arnarson sundkappi.
Örn Arnarson sundkappi. Mynd/Vilhelm

Örn Arnarson náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Peking og á litla möguleika á að komast í undanúrslit.

Þetta hefur verið besta grein Arnar í gegnum árin en hann hlaut silfur á HM í Fukuoka í Japan árið 2001 er hann synti á 54,75 sekúndum.

Í dag var hann langt frá þeim tíma en hann kom þriðji í mark í öðrum riðli á 56,15 sekúndum. Hann var skráður með besta tímann í riðlinum - 56,04 - en náði ekki að bæta þann árangur.

Hann kom fyrstur upp úr kafinu en missti forystuna fljótlega og var þriðji í snúningnum á 26,89 sekúndum.

Örn varð alls í 35. sæti af 45 keppendum sem er langt frá því sem hann ætlaði sér.

Matt Grevers frá Bandaríkjunum gerði sér lítið fyrir og setti Ólympíumet er hann kom fyrstur í mark í fjórða riðli á 53,41 sekúndu.

Aaron Peirsol átti Ólympíumetið frá síðustu leikum og er einnig núverandi heimsmethafi. Hann keppti í sjötta og síðasta riðli og synti á 53,65 sekúndum. Lakasti tíminn inn í undanúrslit var 54,62 sekúndur.


Tengdar fréttir

Erla Dögg langt frá sínu besta

Erla Dögg Haraldsdóttir náði sér ekki á strik í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking í morgun.

Bateman náði ekki sínu besta fram

Sarah Blake Bateman keppti í morgun í 100 metra baksundi en hún er Íslandsmethafi í greininni. Hún varð í 41. sæti af 49 keppendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×