Sport

Erla Dögg langt frá sínu besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erla Dögg Haraldsdóttir.
Erla Dögg Haraldsdóttir. Mynd/Vilhelm

Erla Dögg Haraldsdóttir náði sér ekki á strik í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking í morgun.

Hún synti á fimmtu braut í þriðja riðli en lenti í sjötta sæti í riðlinum á 1:11,79 mínútum sem er rúmri sekúndu yfir Íslandsmeti hennar sem hún setti í júní síðastliðnum.

Millitími hennar var ágætur en hún náði ekki að fylgja því eftir og bæta sig á seinni 50 metrunum.

Erla Dögg átti 34. besta skráða tímann af keppendum en varð á endanum í 40. sæti af alls 49 keppendum. Synda þurfti á 1:08,37 til að komast í undanúrslit.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×