Dallas lagði Golden State 3. janúar 2008 09:38 Menn tókust hart á í Dallas í nótt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. Golden State hafði sterk tök á Dallas á síðustu leiktíð og sló Texas-liðið út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og frægt varð. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Golden State. Detroit vann tíunda sigurinn í röð með því að leggja Washington 106-93. Rip Hamilton skoraði 20 stig fyrir Detroit en Caron Butler skoraði 22 fyrir Washington. Cleveland lagði Atlanta 98-94 þar sem LeBron James skoraði 36 stig fyrir heimamenn en Joe Johnson skoraði 24 stig fyrir Atlanta. Cleveland verður í eldlínunni á Sýn á föstudagskvöldið þar sem liðið mætir Sacramento í beinni útsendingu. Memphis vann loksins sigur eftir fimm töp í röð þegar liðið skellti Indiana 90-72 á útivelli. Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis en Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. New Jersey vann góðan sigur á Orlando á útivelli 96-95 þar sem Vince Carter skoraði 18 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir heimamenn, sem gengur betur á útivöllum en heima í vetur. Chicago lagði Charlotte á útivelli 109-97. Ben Gordon skoraði 22 stig fyrir gestina en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Boston vann nauman heimasigur á Houston 97-93 þar sem Bonzi Wells skoraði 25 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Boston. Milwaukee lagði Miami á útivelli 103-98 þar sem Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Mo Williams 25 stig fyrir gestina. Shaquille O´Neal og Jason Williams voru ekki með Miami í leiknum vegna meiðsla. New York tapaði enn og aftur heima og nú fyrir Sacramento 107-97. John Salmons skoraði 32 stig fyrir Sacramento en Eddy Curry skoraði 24 stig fyrir New York. Sacramento er nú án þriggja byrjunarliðsmanna eftir að Ron Artest bættist á meiðslalistann. Hann verður frá í nokkrar vikur. Portland komst aftur á sigurbraut eftir 90-79 sigur á Minnesota. Al Jefferson skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland. Utah lagði Philadelphia 110-107. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en Carlos Boozer skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 15 stig og gaf 20 stoðsendingar. Loks vann New Orleans sigur á LA Clippers á útivelli 95-81 þar sem David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans en Corey Maggette skoraði 20 stig fyrir heimamenn. NBA Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. Golden State hafði sterk tök á Dallas á síðustu leiktíð og sló Texas-liðið út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og frægt varð. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Golden State. Detroit vann tíunda sigurinn í röð með því að leggja Washington 106-93. Rip Hamilton skoraði 20 stig fyrir Detroit en Caron Butler skoraði 22 fyrir Washington. Cleveland lagði Atlanta 98-94 þar sem LeBron James skoraði 36 stig fyrir heimamenn en Joe Johnson skoraði 24 stig fyrir Atlanta. Cleveland verður í eldlínunni á Sýn á föstudagskvöldið þar sem liðið mætir Sacramento í beinni útsendingu. Memphis vann loksins sigur eftir fimm töp í röð þegar liðið skellti Indiana 90-72 á útivelli. Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis en Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. New Jersey vann góðan sigur á Orlando á útivelli 96-95 þar sem Vince Carter skoraði 18 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir heimamenn, sem gengur betur á útivöllum en heima í vetur. Chicago lagði Charlotte á útivelli 109-97. Ben Gordon skoraði 22 stig fyrir gestina en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Boston vann nauman heimasigur á Houston 97-93 þar sem Bonzi Wells skoraði 25 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Boston. Milwaukee lagði Miami á útivelli 103-98 þar sem Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Mo Williams 25 stig fyrir gestina. Shaquille O´Neal og Jason Williams voru ekki með Miami í leiknum vegna meiðsla. New York tapaði enn og aftur heima og nú fyrir Sacramento 107-97. John Salmons skoraði 32 stig fyrir Sacramento en Eddy Curry skoraði 24 stig fyrir New York. Sacramento er nú án þriggja byrjunarliðsmanna eftir að Ron Artest bættist á meiðslalistann. Hann verður frá í nokkrar vikur. Portland komst aftur á sigurbraut eftir 90-79 sigur á Minnesota. Al Jefferson skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland. Utah lagði Philadelphia 110-107. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en Carlos Boozer skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 15 stig og gaf 20 stoðsendingar. Loks vann New Orleans sigur á LA Clippers á útivelli 95-81 þar sem David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans en Corey Maggette skoraði 20 stig fyrir heimamenn.
NBA Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira