Innlent

Flúði af vettvangi eftir að hafa ekið á ljósastaur

Ökumaður bíls hljóp af vettvangi eftir að hafa ekið á ljósastaur í Ártúnsbrekku í nótt. Bíllinn og staurinn eru stór skemmdir en ökumaðurinn, sem er ófundinn, er líklega ómeiddur. Grunur leikur á að hann hafi verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Einn slíkur var tekinn úr umferð í nótt áður en hann ylli vandræðum eða slysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×