Bankahólfið: Buffet-aðferðin 4. júní 2008 00:01 Warren Buffett Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafnafólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hlutabréfaviðskiptum síðustu misserin. Það er Mikael Torfason, rithöfundur og fv. ritstjóri, sem gefur bókina út, en Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, ritar inngang og formálinn er eftir Má Wolfgang Mixa, sérfræðing hjá Icebank. Buffet er, eins og kunnugt er, ríkasti maður heims, gegnum fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway og í bókinni er kafað ofan í fjárfestingarspeki hans, kenndar aðferðir til að meta fyrirtæki og fjárfestingarkosti og beitt til þess auðskildum aðferðum, en Buffet hefur sjálfur ávallt sagt að hver sem er geti beitt þeim aðferðum sem hann hefur sjálfur beitt með góðum árangri gegnum tíðina … Ekki beint íslenska aðferðinInngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warrens Buffets og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýringin á því að Buffet nýtur stöðugrar velgengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berjast nú við timburmenn eftir veisluhöld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar …Hverjir eiga lausafé?Gylfi Magnússon professor við HÍ„Cash is king“ er fræg setning á ensku úr heimi viðskiptanna og vísar til þess að á krepputímum sé lausafé töfraorðið, þegar margir eiga öll sín verðmæti bundin í nær óseljanlegum fasteignum eða hlutabréfum, sem enginn vill heldur selja á brunaútsölu. Við slíkar aðstæður skapast oft góð kauptækifæri fyrir þá sem hafa verið útsjónarsamir og ekki sett öll sín egg í sömu körfuna. Alþekkt er að mikil eignatilfærsla verður í niðursveiflu áður en hagur markaðarins fer að vænkast á nýjan leik og hér á landi er nú mjög horft til þeirra sem eiga þó eitthvað eigið fé til þess að koma inn í fjárþurfi félög, eða taka þau hreinlega yfir. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafnafólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hlutabréfaviðskiptum síðustu misserin. Það er Mikael Torfason, rithöfundur og fv. ritstjóri, sem gefur bókina út, en Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, ritar inngang og formálinn er eftir Má Wolfgang Mixa, sérfræðing hjá Icebank. Buffet er, eins og kunnugt er, ríkasti maður heims, gegnum fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway og í bókinni er kafað ofan í fjárfestingarspeki hans, kenndar aðferðir til að meta fyrirtæki og fjárfestingarkosti og beitt til þess auðskildum aðferðum, en Buffet hefur sjálfur ávallt sagt að hver sem er geti beitt þeim aðferðum sem hann hefur sjálfur beitt með góðum árangri gegnum tíðina … Ekki beint íslenska aðferðinInngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warrens Buffets og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýringin á því að Buffet nýtur stöðugrar velgengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berjast nú við timburmenn eftir veisluhöld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar …Hverjir eiga lausafé?Gylfi Magnússon professor við HÍ„Cash is king“ er fræg setning á ensku úr heimi viðskiptanna og vísar til þess að á krepputímum sé lausafé töfraorðið, þegar margir eiga öll sín verðmæti bundin í nær óseljanlegum fasteignum eða hlutabréfum, sem enginn vill heldur selja á brunaútsölu. Við slíkar aðstæður skapast oft góð kauptækifæri fyrir þá sem hafa verið útsjónarsamir og ekki sett öll sín egg í sömu körfuna. Alþekkt er að mikil eignatilfærsla verður í niðursveiflu áður en hagur markaðarins fer að vænkast á nýjan leik og hér á landi er nú mjög horft til þeirra sem eiga þó eitthvað eigið fé til þess að koma inn í fjárþurfi félög, eða taka þau hreinlega yfir.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur