Bankahólfið: Buffet-aðferðin 4. júní 2008 00:01 Warren Buffett Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafnafólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hlutabréfaviðskiptum síðustu misserin. Það er Mikael Torfason, rithöfundur og fv. ritstjóri, sem gefur bókina út, en Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, ritar inngang og formálinn er eftir Má Wolfgang Mixa, sérfræðing hjá Icebank. Buffet er, eins og kunnugt er, ríkasti maður heims, gegnum fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway og í bókinni er kafað ofan í fjárfestingarspeki hans, kenndar aðferðir til að meta fyrirtæki og fjárfestingarkosti og beitt til þess auðskildum aðferðum, en Buffet hefur sjálfur ávallt sagt að hver sem er geti beitt þeim aðferðum sem hann hefur sjálfur beitt með góðum árangri gegnum tíðina … Ekki beint íslenska aðferðinInngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warrens Buffets og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýringin á því að Buffet nýtur stöðugrar velgengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berjast nú við timburmenn eftir veisluhöld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar …Hverjir eiga lausafé?Gylfi Magnússon professor við HÍ„Cash is king“ er fræg setning á ensku úr heimi viðskiptanna og vísar til þess að á krepputímum sé lausafé töfraorðið, þegar margir eiga öll sín verðmæti bundin í nær óseljanlegum fasteignum eða hlutabréfum, sem enginn vill heldur selja á brunaútsölu. Við slíkar aðstæður skapast oft góð kauptækifæri fyrir þá sem hafa verið útsjónarsamir og ekki sett öll sín egg í sömu körfuna. Alþekkt er að mikil eignatilfærsla verður í niðursveiflu áður en hagur markaðarins fer að vænkast á nýjan leik og hér á landi er nú mjög horft til þeirra sem eiga þó eitthvað eigið fé til þess að koma inn í fjárþurfi félög, eða taka þau hreinlega yfir. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafnafólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hlutabréfaviðskiptum síðustu misserin. Það er Mikael Torfason, rithöfundur og fv. ritstjóri, sem gefur bókina út, en Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, ritar inngang og formálinn er eftir Má Wolfgang Mixa, sérfræðing hjá Icebank. Buffet er, eins og kunnugt er, ríkasti maður heims, gegnum fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway og í bókinni er kafað ofan í fjárfestingarspeki hans, kenndar aðferðir til að meta fyrirtæki og fjárfestingarkosti og beitt til þess auðskildum aðferðum, en Buffet hefur sjálfur ávallt sagt að hver sem er geti beitt þeim aðferðum sem hann hefur sjálfur beitt með góðum árangri gegnum tíðina … Ekki beint íslenska aðferðinInngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuðum og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmyndum Warrens Buffets og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýringin á því að Buffet nýtur stöðugrar velgengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berjast nú við timburmenn eftir veisluhöld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar …Hverjir eiga lausafé?Gylfi Magnússon professor við HÍ„Cash is king“ er fræg setning á ensku úr heimi viðskiptanna og vísar til þess að á krepputímum sé lausafé töfraorðið, þegar margir eiga öll sín verðmæti bundin í nær óseljanlegum fasteignum eða hlutabréfum, sem enginn vill heldur selja á brunaútsölu. Við slíkar aðstæður skapast oft góð kauptækifæri fyrir þá sem hafa verið útsjónarsamir og ekki sett öll sín egg í sömu körfuna. Alþekkt er að mikil eignatilfærsla verður í niðursveiflu áður en hagur markaðarins fer að vænkast á nýjan leik og hér á landi er nú mjög horft til þeirra sem eiga þó eitthvað eigið fé til þess að koma inn í fjárþurfi félög, eða taka þau hreinlega yfir.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira