Viðskipti erlent

Enn einn risasamruni framundan á Wall Street

Samkvæmt frétt í New York Times eru Citigroup og Wells Fargo um það bil að yfirtaka Wachovia sem er fjórði stærsti banki Bandaríkjanna.

Í síðustu viku var orðrómur um að Morgan Stanley myndi kaupa Wachovia en það gekk ekki eftir.

Samkvæmt New York Times unnu kauphallaryfirvöld á Wall Street að því í gærdag að greiða fyrir um samruna Wachovia við Citigroup og Wells Fargo.

Það sem setur strik í reikningin er hinsvegar að Citigroup og Wells Fargo vilja að bandarísk stjórnvöld setja fram ábyrgðir fyrir kaupum þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×