Innlent

Hollendingur hringdi í Björn

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segist hafa fengið símtal frá Hollendingi síðdegis á bloggsíðu sinni í kvöld. Hann segir Hollendinginn hafa lýst því hversu illa væri talað um Ísland og Íslendinga í Hollandi.

„Þar væri gefið í skyn, ef ekki beinlínis sagt, að Landsbanki Íslands hefði opnað netbanka í Hollandi síðastliðið vor, fengið fólk til að leggja þar inn fé til að bæta lausafjárstöðu sína, nú kæmist enginn inn á vefsíðuna, peningarnir væru horfnir úr landi og Landsbanki Íslands horfinn auk allra starfsmanna hans í Hollandi. Þetta væri ófögur lýsing fyrir orðspor Íslands og Íslendinga og gegn henni yrði að snúast," skrifar Björn á bloggsíðu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×