Viðskipti erlent

Erfiðleikar á Íslandi gætu lækkað fasteignaverð í Danmörku

Ekki verður komist hjá verðfalli á fasteignum í Danmörku ef eignir Landic Property verða settar í sölu á næstunni. Þetta kemur fram í Börsen í morgun og jafnframt að tveir öflugir fjárfestar séu tilbúnir á hliðarlínunni.

Vangaveltur um eignasöluna kom í framhaldi af því að Stoðir, sem á 39% í Landic, hafi fengið greiðslustöðvun.

Eignir Landic Property í Danmörku nema 8 milljörðum dkr. eða sem svarar til nær 160 milljörðum kr. Börsen hefur eftir Kurt Albæk, meðeigenda í Sadolin & Albæk að ef framboðið af fasteignum verði of mikið á of stuttum tíma muni verðið lækka.

Danskar eignir Landic koma fram tveimur félögum, Atlas Ejendomme og Keops sem fjárfestarnir Mikael Goldschmidt og Ole Vagner seldu fyrir tveimur árum síðan er fasteignaverð var í hámarki í Danmörku.

Að sögn Börsen munu þeir báðir vera að leita fyrir sér um eignakaup á fasteignamarkaðinum sökum þess hve verðið er hagstætt þessa stundina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×