Erlent

Fórnarlömb í Kauhajoki skotin allt að 20 sinnum

MYND/AP

Allir þeir sem létust í fjöldamorðunum í iðnskólanum í Kauhajoki í Finnlandi í síðustu viku voru skotnir að stuttu færi. Sum fórnarlambanna reyndust hafa verið skotin allt að 20 sinnum. Þetta hefur krufning leitt í ljós en síðustu þrjú fórnarlömbin verða krufin í dag.

Saksóknari hefur þegar hafið rannsókn á vinnubrögðum lögreglunnar í aðdraganda þess að Matti Saari myrti tíu manns í iðnskólanum, en fram hefur komið að lögregla hafði rætt við Saari daginn fyrir ódæðið.Frumniðurstöðu í rannsókninni er að vænta á næstu dögum, jafnvel á morgun að sögn saksóknara.

Við þetta má bæta að nemendur við iðnskólann sneru aftur til náms í dag en hluti skólabyggingarinnar er lokaður þar sem lögregla rannsakar enn vettvang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×