Erlent

Risa glerpíramídi reistur í París

Óli Tynes skrifar
Nýi píramídinn mun slást við Eiffel turninn um sjóndeildarhring Parísar.
Nýi píramídinn mun slást við Eiffel turninn um sjóndeildarhring Parísar.

Í næstum tuttugu ár hafa Parísarbúar muldrað gremjulega yfir litla glerpíramídanum sem reistur var fyrir framan Louvre safnið.

Og þá ákveður Bertrand Delanoë borgarstjóri að reisa risastóran glerpíramída 210 metra háan, í borginni þeirra. Merde!

Parísarbúum til huggunar er rétt að geta þess að nýi píramídinn verður ekki í borginni miðri heldur Porte de Versailles í suðvesturhluta hennar.

Nánar tiltekið við kaupstefnumiðstöðina Parc des Expositions.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×