Krefur Björgólf um tvær milljónir evra vegna vanefnda 13. október 2008 14:49 Fyrrverandi lögfræðingur hjá Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur dregið félagið fyrir dóm í Bretlandi. Lögfræðingurinn, Gunnlaugur Pétur Erlendsson, segir að hann eigi tvær milljónir evra auk vaxta inni hjá Novator vegna aðkomu sinnar að nokkrum stórum samningum sem Novator gerði á undanförnum árum. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga segir að Novator tjái sig ekki um málið að öðru leyti en því að kröfunum sé alfarið hafnað fyrir rétti. Greint er frá málinu í breska blaðinu The Daily Mail og sagt að Gunnlaugur hafi komið að samningsgerð þegar Novator keypti 70 prósenta hlut í tékkneska símafyrirtækinu Ceské Radiokomunikace árið 2003 og seldi þremur árum síðar með miklum hagnaði. Gunnlaugur segir að sérfræðiþekking sín hafi skipt sköpum um að margfalda hagnað Novators. Gunnlaugur segist líka hafa komið að sölunni á Búlgarska símafyrirtækinu sem keypt var fyrir upphæð sem ekki hefur verið gefin upp. Fyrirtækið var síðan selt árið 2007 á 855 milljónir punda. Að auki vill Gunnlaugur fá eitthvað fyrir sinn snúð fyrir aðkomu sína að því þegar Novator keypti í símafyrirtækinu Elisa. Að sögn Gunnlaugs féllst Björgólfur Thor á að greiða sér 790 þúsund pund fyrir hvert og eitt af þessum þremur verkefnum. Hann hafi hinsvegar aðeins fengið borgað þessa upphæð einu sinni í mars síðastliðnum og því skuldi Novator honum um tvær milljónir evra, auk vaxta. Nokkuð er um liðið síðan Gunnlaugur var látinn fara frá Novator, en hann er sagður hafa séð um samninga fyrir Novator þegar ákveðið var að taka þátt í framleiðslu á myndinni The Perfect Holiday. Novator fór illa út úr því ævintýri eins og flestir sem að þeirri mynd komu og Vísir hefur áður fjallað um. Tengdar fréttir Björgólfur Thor tapar á 500 milljóna Hollywood fjárfestingu Ekki er enn útséð hvort fjárfesting Björgólfs Thors Björgólfssonar í bandarísku kvikmyndinni The Perfect Holiday skili sér að fullu. Þetta segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs. 19. ágúst 2008 10:05 Klúður lögfræðings dýrkeypt fyrir Björgólf Erfiðar deilur við kvikmyndarisann Paramount settu alvarlegt strik í reikninginn við framleiðslu og markaðssetningu myndarinnar The Perfect Holiday sem Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagnaði að hluta. 19. ágúst 2008 15:07 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrrverandi lögfræðingur hjá Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur dregið félagið fyrir dóm í Bretlandi. Lögfræðingurinn, Gunnlaugur Pétur Erlendsson, segir að hann eigi tvær milljónir evra auk vaxta inni hjá Novator vegna aðkomu sinnar að nokkrum stórum samningum sem Novator gerði á undanförnum árum. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga segir að Novator tjái sig ekki um málið að öðru leyti en því að kröfunum sé alfarið hafnað fyrir rétti. Greint er frá málinu í breska blaðinu The Daily Mail og sagt að Gunnlaugur hafi komið að samningsgerð þegar Novator keypti 70 prósenta hlut í tékkneska símafyrirtækinu Ceské Radiokomunikace árið 2003 og seldi þremur árum síðar með miklum hagnaði. Gunnlaugur segir að sérfræðiþekking sín hafi skipt sköpum um að margfalda hagnað Novators. Gunnlaugur segist líka hafa komið að sölunni á Búlgarska símafyrirtækinu sem keypt var fyrir upphæð sem ekki hefur verið gefin upp. Fyrirtækið var síðan selt árið 2007 á 855 milljónir punda. Að auki vill Gunnlaugur fá eitthvað fyrir sinn snúð fyrir aðkomu sína að því þegar Novator keypti í símafyrirtækinu Elisa. Að sögn Gunnlaugs féllst Björgólfur Thor á að greiða sér 790 þúsund pund fyrir hvert og eitt af þessum þremur verkefnum. Hann hafi hinsvegar aðeins fengið borgað þessa upphæð einu sinni í mars síðastliðnum og því skuldi Novator honum um tvær milljónir evra, auk vaxta. Nokkuð er um liðið síðan Gunnlaugur var látinn fara frá Novator, en hann er sagður hafa séð um samninga fyrir Novator þegar ákveðið var að taka þátt í framleiðslu á myndinni The Perfect Holiday. Novator fór illa út úr því ævintýri eins og flestir sem að þeirri mynd komu og Vísir hefur áður fjallað um.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor tapar á 500 milljóna Hollywood fjárfestingu Ekki er enn útséð hvort fjárfesting Björgólfs Thors Björgólfssonar í bandarísku kvikmyndinni The Perfect Holiday skili sér að fullu. Þetta segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs. 19. ágúst 2008 10:05 Klúður lögfræðings dýrkeypt fyrir Björgólf Erfiðar deilur við kvikmyndarisann Paramount settu alvarlegt strik í reikninginn við framleiðslu og markaðssetningu myndarinnar The Perfect Holiday sem Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagnaði að hluta. 19. ágúst 2008 15:07 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Björgólfur Thor tapar á 500 milljóna Hollywood fjárfestingu Ekki er enn útséð hvort fjárfesting Björgólfs Thors Björgólfssonar í bandarísku kvikmyndinni The Perfect Holiday skili sér að fullu. Þetta segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs. 19. ágúst 2008 10:05
Klúður lögfræðings dýrkeypt fyrir Björgólf Erfiðar deilur við kvikmyndarisann Paramount settu alvarlegt strik í reikninginn við framleiðslu og markaðssetningu myndarinnar The Perfect Holiday sem Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagnaði að hluta. 19. ágúst 2008 15:07