Viðskipti erlent

Þrír af stærstu bönkum Bretlands þjóðnýttir í morgun

Breska ríkisstjórnin tilkynnti fyrir opnun markaða í London í morgun að þrír af stærstu bönkum landsins yrðu þjóðnýttir.

Um er að ræða bankana Royal Bank of Scotland, HBOS og Lloyds TSB. Þjóðnýtingin fellst í því að breska fjármálaráðuneytið leggur Royal Bank of Scotland til 20 milljarða punda eða sem svarar til nær 4.000 milljörðum kr. af almannafé til að forða bankanum frá gjaldþroti.

HBOS fær rúma 11 milljarða punda í nýju fjármagni og Lloyds fær 5,5 milljarða punda. Samtals nema fjárútlát Breta vegna þessara banka því um 37 milljörðum punda eða sem svarar til hátt í 8.000 milljarða kr.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum er um að ræða mestu þjóðnýtingu í sögu Bretlands frá lokum seinni heimstryjaldarinnar












Fleiri fréttir

Sjá meira


×