Innlent

Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki

Í myndbandinu sést hvernig lögreglumaðurinn tekur piltinn kverkataki.
Í myndbandinu sést hvernig lögreglumaðurinn tekur piltinn kverkataki.

Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki.

Myndbandið er birt á síðunni youtube sem er myndbandasíða sem nýtur mikilla vinsælda. Í umsögn með myndbandinu segir að pilturinn sé grunaður um þjófnað í verslun 10-11. Lögreglumaður ræðir við piltinn sem segist ekki vera með neinn varning á sér.

Skyndilega rífur lögregluþjónninn í piltinn og tekur hann kverkataki um leið og hann segir honum að vera ekki með "þennan kjaft".

Í fyrrnefndri umsögn um myndbandið segir að pilturinn hafi verið grunaður um þjófnað sem ekki var framinn, því ekkert hafi fundist á honum.

Hægt er að sjá myndbandið hér, en Vísir biður þá sem hafa upplýsingar um þetta atvik að senda póst á ritstjorn@365.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×