Erlent

Ítrekar stuðning við Gordon Brown

Miliband og Brown á landsfundi Verkamannaflokksins í september síðastliðnum. MYND/AFP
Miliband og Brown á landsfundi Verkamannaflokksins í september síðastliðnum. MYND/AFP

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hefur ítrekað stuðning sinn við Gordon Brown, forsætisráðherra og formann Verkamannaflokksins. Miliband leggst alfarið gegn hugmyndum um leiðatogakjörs innan flokksins.

Undanfarið hafa þingmenn og þungavigtarfólk innan flokksins farið fram á að fram fari sérstök kosning um leiðtogasætið. Þar á meðal eru Fiona Mactaggart, fyrrum ráðherra, og Joan Ryan sem var sett til hliðar sem varaformaður flokksins vegna afstöðu sinnar.

Miliband er einn af vonarstjörnum Verkamannaflokksins og að mörgum talinn álitlegur arftaki Browns.

Miliband sem er ein helsta vonarstjarna Verkamannaflokksins og að mörgum talinn álitlegur arftaki Browns sagði í kjölfar umdeildar blaðagreinar í lok júlí að hann stefndi að svo stöddu ekki á að verða leiðtogi flokksins. Miliband hefur nú ítrekað stuðning sinn við Brown í sjónvarpsþætti á BBC og kveðst treysta honum til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum.








Tengdar fréttir

Enn deilt á Brown

Enn eykst þrýstingurinn á Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og formann Verkamannaflokksins, um að hann láti af embætti formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×