Innlent

Segist bera ábyrgð á stöðu Eimskips

Magnús Þorsteinsson er fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips.
Magnús Þorsteinsson er fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips.

Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips, segist bera ábyrgð á núverandi stöðu Eimskips en vísar jafnframt ábyrgðinni til annarra stjórnarmanna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

,,Ég sat í stjórn þessa félags sem og aðrir stjórnarmenn og ber því að sjálfsögðu ábyrgð samkvæmt því," sagði Magnús í fréttum Rúv.

Hafin er rannsókn á ýmsum þáttum sem tengjast rekstri Eimskipafélags Íslands undanfarin ár. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ekki verði fjallað opinberlega um málið fyrr en niðurstaða rannsóknarinnar liggi fyrir.

Haustið 2006 seldi Avion Group sem skömmu síðar fékk nafnið Hf. Eimskipafélag Íslands XL út úr samstæðunni. Eins og komið hefur fram féll lán félagsins upp á 26 milljarð króna á Eimskip við gjaldþrot XL í seinustu viku. Þá er félagið einnig í ábyrgð fyrir leiguvélar XL en ekki er ljóst hversu há sú ábyrgð er. Í tilkynningu frá því á föstudaginn kemur fram að ábyrgðin sé enn í gildi og fjárhagsleg áhrif hennar séu óljós.

Magnús segist ekki muna nákvæmlega eftir hvernig gengið var frá ábyrgðinni. ,,Ég man nú ekki nákvæmlega hvernig það gengur fyrir sig og hver skrifaði nákvæmlega undir. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og þá er þetta bara hluti af heildarsamningunum sem er þá samþykktur af félaginu í heild," sagði Magnús sem telur að rétt hafi verið að veita ábyrgðina á sínum tíma en forsendur hafi breyst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×