Erlent

Seinasti fundur Olmerts og Abbas

Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra Ísraels.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forsesti Palestínu, munu hittast á fundi næst komandi þriðjudag. Olmert er bjartsýnn fyrir fundinn og vonast til að hægt verði að koma friðarferlinu í heppilegan farveg.

Fundur þeirra félaga verður að öllum líkindum sá síðasti áður en Olmert lætur af embætti. Eftirmaður hans sem leiðtogi Kadima flokksins verður valinn á miðvikudaginn. Talið er líklegt að Tzipi Livni, utanríkisráðherra, eða Shaul Mofaz, fyrrum formaður ísraelska herráðsins, taki við flokknum af Olmert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×