Erlent

Fórnarlamba minnst í Nýju-Delí

Frá Nýju-Delí fyrr í dag.
Frá Nýju-Delí fyrr í dag. MYND/AFP

Fórnarlömb sprengjuárásanna í Nýju-Delí í gær voru borin til grafar í dag. Yfir tuttugu fórust í árásunum og 97 liggja slasaðir á sjúkrahúsi í höfuðborginni.

Fimm sprengjur voru sprengdar með nokkra mínúta millibili á fjölmennum markaði í miðbæ borgarinnar í gærmorgun.

Samtök herskára íslamista sögðu í tölvubréfi sem sent var helstu fjölmiðlum Indlands bera ábyrgð á sprengjutilræðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×