Erlent

Ike veldur eyðileggingu

Fellibylurinn Ike hefur valdið mikilli eyðileggingu í Texas, þar sem rúmlega fjórar milljónir manna eru nú án rafmagns. Í Houston - fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna - eru glerbrot um allar götur í miðbænum eftir að bylurinn braut rúður í skýjakljúfum.

Tvær milljónir manna flúðu heimili sín áður en Ike fór yfir. Stjórnvöld hafa beðið fólk að snúa ekki strax til baka enda séu aðstæður erfiðar og litla þjónustu að fá frá hinu opinbera. Verulega hefur nú sljákkað í Ike og hann er nú af styrk hitabeltisstorms þar sem hann fer frá Texas yfir til Arkansas fylkis.

Björgunarsveitir hafa náð 940 manns úr sjálfheldu en engar fréttir hafa borist af mannskaða. Skemmdir eru hins vegar taldar í milljörðum, og jafnvel tugum milljarða, dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×