Körfubolti

Bandaríkin á beinu brautinni

Elvar Geir Magnússon skrifar

Bandaríkjamenn unnu öruggan sigur á Spánverjum 119-82 í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í dag. Bandaríkin halda áfram á sigurbraut sinni en þeir voru með yfirhöndina frá byrjun.

Lebron James var stigahæstur í  liði Bandaríkjanna með 18 stig. Bandaríkin eru á toppnum í B-riðli með fullt hús stiga, 8 stig en Spánn, Grikkland og Kína eru með 6 stig.

Í A-riðli eru Litháar á toppnum með 8 stig, Argentína í öðru með 7 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×