Viðskipti erlent

Reiður AC/DC-aðdáandi vill stofna félag vegna krafna í þrotabú Sterling

Danskur karlmaður, sem sem átti bókað far með danska flugfélaginu Sterling, íhugar að stofna félag til þess að halda utan um kröfur þess mikla fjölda viðskiptavina sem töpuðu flugmiðum á gjaldþrotinu.

Fram kemur á fréttavef Jótlandspóstsins að mörg þúsund manns hafi tapað fé sínu þegar Sterling varð gjaldþrota í síðustu viku. Þessir viðskiptavinir geta gert kröfu í þrotabúið en því er fjöldi manns óvanur.

 

Þess vegna datt Lars Gosvig í hug að stofna félag sem héldi utan um kröfu viðskiptavina Sterling. Hann er sjálfur hundfúll út í forsvarsmenn Sterling því fjórum dögum fyrir gjaldþrotið pantaði hann flugmiða til Lundúna fyrir sig og son sinn í apríl en þá ætluðu þeir á tónleika með rokksveitinni AC/DC. Gosvig segist hafa tapað 2.700 dönskum krónum, vel á fimmta tug þúsunda íslenskra króna. Hann vilji gera kröfu í búið og sé tilbúinn að fara fyrir félagi sem myndi gera kröfu fyrir hönd fjölmargra viðskiptavina Sterling sem ekki séu slíku vanir.

 

Fulltrúi hjá Neytendaráði Danmerkur hvetur fólk til að leggja fram kröfu á hendur Sterling vegna tapaðra fjármuna. Fólki eigi að minnsta kosti rétt á þeim hluta miðans sem samanstandi af sköttum ög gjöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×