Viðskipti erlent

Fjármálakreppan kemur við kaunin hjá Hugh Hefner

Fjármálakreppan í Bandaríkjunum bankar nú á dyrnar hjá Hugh Hefner. Playboy-veldið á í miklum vandræðum og mun fljótlega fara að segja upp starfsfólki.

Samkvæmt frásögn í breska blaðinu Telegraph hafa hlutabréf í Playboy lækkað þrefalt á skömmum tíma og útlitið er sagt svart. Hef þarf ekki aðeins að fækka Playboy-kanínum sínum því fyrir dyrum standa fjöldauppsagnir hjá Playboy bæði í Los Angeles og New York.

Ofan á þessi vandræði gamla mannsins bætast fregnir um að tvær af þremur kærustum hans séu honum ótrúar. Holly Madison er sögð eiga í ástarsambandi við töframanninn Criss Angel. Og Kendra Wilson á víst í ástarsambandi við íþróttastjörnuna Hank Baskett. Þrátt fyrir nafnið spilar sá í bandaríska fótboltanum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×