Viðskipti erlent

Segir þrjá danska banka vilja kaupa FIH af Kaupþingi

Danska blaðið Jyllands-Posten segir í dag frá orðrómi þess efnis að Kaupþing vilji selja FIH bankann og eru þrír danskir bankar nefndir sem hugsanlegir kaupendur. Sigurður Einarsson starfandi stjórnarformaður Kaupþings segir að FIH sé alls ekki til sölu.

Fréttin í Jyllands-Posten byggir á nafnlausum heimildarmönnum. Þar segir að Nordea, Danske Bank eða Handelsbanken gætu haft áhuga á að kaupa FIH.

Sökum fréttirnarnnar hafði Börsen samband við Sigurð Einarsson og spurði hann um hvort FIH væri til sölu. Svar Sigurður var einfaldlega: "Nei".

Jónas Sigurgeirsson upplýsingafulltrúi Kaupþings segir að þessi orðrómur hafi verið í gangi lengi og dúkki af og til upp í dönskum fjölmiðlum. "En þetta er einfaldlega rangt," segir Jónas.

Börsen ræddi einnig við Lars Johansen forstjóra FIH sem segir að hann hafi fengið skilaboð frá nokkrum sem vilja gjarnan kaupa FIH. "Og ég er viss um að Kaupþing hefur það einnig," segir Johansen.

Johansen undirstrikar þó að þótt kaupendur séu til staðar þýði það ekki endilega að seljandi sé það einnig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×