Boston og Lakers leika til úrslita 31. maí 2008 04:50 Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn. NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Boston var skrefinu á undan í jöfnum fyrri hálfleik í nótt, en Detroit náði undirtökunum í þeim síðari. Heimamenn náðu mest 10 stiga forskoti um miðbik síðari hálfleiksins, en þá gáfu Boston-menn í og unnu lokaleikhlutann 29-13. Paul Pierce skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston, Ray Allen skoraði 17 stig og Kevin Garnett 16. Þessir þrír leikmenn hafa farið fyrir liði Boston í allan vetur og þeir eru nú allir að leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti á ferlinum. "Þetta er ótrúlegt. Við höfum ekki sofið í fjóra eða fimm daga og nú erum við komnir í úrslitin. Ég vona bara að við náum að sofa eitthvað þangað til. Við erum alveg búnir á því tilfinningalega. Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að ganga í raðir Boston. Nú verðum við bara að klára verkefnið," sagði Kevin Garnett ánægður eftir leikinn. Chauncey Billups reyndi hvað hann gat til að fara fyrir lemstruðu liði Pistons og skoraði 29 stig, Richard Hamilton skoraði 21 stig, en aðrir menn voru einfaldlega langt undir pari hjá Pistons. Það verða því gömlu erkifjendurnir Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn í fyrsta skipti í tvo áratugi og segja má að hér sé um draumaúrslitaeinvígi að ræða. Bæði lið eiga sér fjölmarga stuðningsmenn hér á Íslandi sem annars staðar og því er hætt við að margir muni leggja á sig andvökunætur yfir úrslitaeinvígi liðanna sem hefst næsta fimmtudagskvöld. Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Segja má að Boston hafi farið erfiðu leiðina í gegn um Austurdeildina í úrslitakeppninni. Liðið þurfti 7 leiki til að slá lið Atlanta út í fyrstu umferðinni og sömu sögu var að segja um aðra umferðina þegar liðið sló Cleveland út í oddaleik. Liðið hafði því ekki unnið útileik þegar kom að einvíginu við Detroit og margir spáðu að Boston-liðið myndi falla saman eftir að það tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni á heimavelli í leik tvö. Liðið þjappaði sér hinsvegar saman og vann tvo leiki á útivelli gegn Detroit. Boston er nú að fara í lokaúrslitin í fyrsta skipti síðan árið 1987, en liðið mætti þá einmitt LA Lakers. Það var í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mættust í úrslitum, enda voru þetta sterkustu liðin í NBA deildinni á níunda áratugnum með þá Larry Bird og Magic Johnson fremsta í flokki. "Maður ólst upp við að horfa á þessi frábæru einvígi í sjónvarpinu þegar maður var krakki og það er því rosalega sætt að fá tækifæri til að endurvekja þessa rimmu og fá að vera partur af sögunni," sagði kampakátur Paul Pierce eftir leikinn.
NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira