Viðskipti erlent

Asískar vísitölur upp og niður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um rúmlega fimm prósentustig í morgun en flestar aðrar vísitölur álfunnar lækkuðu lítillega fyrir utan kóresku KOSPI-vísitöluna sem hækkaði um rúmt prósentustig.

Greiningaraðilar eru þess fullvissir að hinn svarti októbermánuður sem nú er að baki hafi sannfært fjárfesta um að botninum væri náð og héðan liggi leiðin aðeins upp í móti. Þeir virðist þó fara sér hægt til að byrja með enda hafi áföllin verið ófá síðustu vikur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×