Viðskipti erlent

Karsten Ree sagður vera að yfirtaka Sterling

Danskir fjölmiðlar fjalla töluvert um það þessa stundina að Karsten Ree sé að yfirtaka þrotabú Sterling flugfélagsins. Byggist það á að hann hefur stofnað félag um flugrekstur og safnað þar saman nokkrum af fyrrum yfirmönnum Sterling.

Karten Ree er þekktur athafnamaður í Danmörku en hann átti lengi og rak auglýsingablaðið Den Blå Avis. Seldi hann blaðið til eBay í ár fyrir rúma tvo milljarða danskra króna eða sem svarar til hátt í 50 milljarða íslenskra króna.

Blöð á borð við Börsen, Jyllands-Posten og Se & Hör eru öll með fréttir af þessum áhuga Ree á Sterling.

Ritzau-fréttastofan ræddi við Frank Ludvigsen, einn af stjórnarmönnunum í hinu nýstofnaða félagi Rees. Sá vildi hvorki neita né játa því að Ree hefði verið meðal þeirra sem gerðu tilboð í þrotabú Sterling.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×