Innlent

Heimsþing alþjóðlega eldfjallafræðisambandsins haldið á Íslandi

Stærsta vísindaráðstefna á sviði raunvísinda, sem haldin hefur verið hér á landi, hefst í Reykjavík í dag og stendur í fimm daga.Þetta er heimsþing alþjóðlega eldfjallafræðisambandsins, sem haldið er á fjögurra ára fresti. Það hefur ekki verið haldið hér á landi áður. Um níu hundruð manns frá 50 þjóðlöndum taka þátt í henni, flutt verða sjö hundruð erindi og sýnd sex hundruð veggspjöld. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×