Viðskipti innlent

Ráðstafanir gerðar til að tryggja færslur milli Bretlands og Íslands

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslendinga í Bretlandi.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslendinga í Bretlandi.

Patrick Guthrie hjá breska fjármálaráðuneytinu fullyrti við Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra Íslendinga, í dag að ráðstafanir sem ráðuneytið hafi gert nægi til þess að opna fyrir allar millifærslur fjármagns til Íslands í gegnum breska banka og einnig Landsbankann ef ljóst er að ekki sé verið að flytja frystar eignir Landsbankans til Íslands. Aðspurður sagði Guthrie að allir bankar í Bretlandi fái þessa tilkynningu og það sé því nauðsynlegt ef upp komi tilfelli þar sem breskur banki neiti að millifæra verði þeim sama banka bent á að hafa samband við breska fjármálaráðuneytið.

Í bréfi sem sendiráð Íslendinga í Bretlandi sendi íslenskum stjórnvöldum í dag er óskað eindregið eftir því að á þetta verði látið reyna sem fyrst til að sannreyna ofangreindar upplýsingar. Ef til vill verði breskir bankar tregir til að millifæra en þá verði að ítreka þetta við þá og jafnvel segja að íslensk stjórnvöld muni tilkynna breska fjármálaráðuneytinu að þeir séu ekki hjálplegir. Sendiráð Íslendinga í Bretlandi segist vonast til þess að allir þeir aðilar sem eigi viðskipti við Bretland láti reyna á það strax á mánudagsmorgun hvort þessar flutningslínur séu ekki opnar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×