Innlent

Sex árásarmanna enn leitað

Fjórir karlar voru handteknir síðdegis eftir að til átaka kom í Breiðholti. Þar réðust um tíu menn vopnaðir bareflum inn í íbúð en ekki er ljóst hvað þeim gekk til.

Í íbúðinni var fyrir hópur manna þegar til átakanna kom. Sex voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild en enginn þeirra er þó í lífshættu. Ljóst er að árásin var mjög gróf. Allir hlutaðeigendur eru af erlendu bergi brotnir. Rannsókn málsins er á frumstigi og veitir lögreglan ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Það var lögreglan á Suðurnesjum sem handtók fjórmenningana, sem nú eru í haldi, en þeir voru stöðvaðir á Strandarheiði á Reykjanesbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×