Erlent

Brown hlaðinn lofi eftir ræðu á landsfundi

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown og Sara kona hans, á landsfundi Verkamannaflokksins í dag.
Gordon Brown og Sara kona hans, á landsfundi Verkamannaflokksins í dag. MYND/AP

Þingmenn og ráðherrar breska Verkamannaflokksins keppast við að hlaða lofi á George Brown forsætisráðherra sinn, eftir ræðu sem hann flutti á landsfundi flokksins í dag.

Brown hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið vegna þess hversu illa Verkamannaflokkurinn hefur staðið í skoðanakönnunum.

Miklar vangaveltur hafa verið um að hans eigin flokksmenn myndu jafnvel bola honum frá til að eiga einhverja möguleika gegn Íhaldsflokknum í kosningunum sem fara fram í síðasta lagi í maí árið 2010.

Neil Kinnock fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins sagði eftir ræðuna í dag að hún hefði verið stórkostleg í alla staði.

Í henni hefði verið hugmyndauðgi, framtíðarsýn, gáfur, kraftur og líf. Og hún hefði verið glæsilega flutt. Aðrir flokksmenn tóku í sama streng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×