Viðskipti erlent

RBS tapaði yfir 200 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna

Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði um einum milljarði punda eða yfir 200 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna í október. Þetta og önnur töp bankans gera það að verkum að hann stefnir í að skila tapi í ársuppgjöri sínu en það hefur aldrei gerst áður í sögu bankans.

Þetta kemur fram í viðtali The Times við Stephen Hester nýráðinn bankastjóra RBS. Framundan er útboð til að auka hlutafé bankans þar sem Hester vonast til að 15 milljarða punda komi inn í RBS.

Í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung kemur fram að RBS tapaði 700 milljónum punda á gjaldþroti Lehman Brothers. Tapið vegna íslensku bankanna verður hinsvegar skráð í uppgjör fjórða ársfjórðung.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×