Innlent

Ísland átti að segja sig úr NATÓ

Ísland átti að segja sig úr NATÓ og jafnvel hefði átt að vísa breska sendiherranum úr landi eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum. Þetta segir Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að með þessu hefðu aðrar þjóðir áttað sig á að verið væri að fremja á okkur þjóðarmorð. Íslendingar hefðu aldrei farið gegn öðrum þjóðum með ófriði eða vopnavaldi.

Í viðtalin blæs Guðni einnig á þær sögusagnir að hann undirbúi að stofna nýjan þjóðlegan stjórnmálaflokk. Hann segist telja að Framsóknarflokkurinn sé hið þjóðlega afl sem þjóðin þarf á að halda og eigi sér þann draum, að Framsóknarflokkurinn rísi og verði sterkt afl í þjóðfélaginu. Sjálfur muni hann ekki taka þátt í því, hann sé hættur í pólitík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×