Viðskipti erlent

Óþekkt skuldabréf setur strik í reikning Nyhedsavisen

Áður óþekkt skuldabréf upp á rúmlega 4 milljarða króna hefur fengið lykilhlutverk í því drama sem nú er spilað í kringum fríblaðið Nyhedsavisen í Danmörku.

Þetta kemur fram í blaðinu Börsen í dag. Það er Stoðir Invest sem eiga bréfið til góða í útgáfunni og spurningin er hvort bréfið setji Morten Lund meirihlutaeigenda blaðsins stólinn fyrir dyrnar í viðleitni hans til að fá nýtt fé inn í reksturinn.

Vandamálið fyrir Stoðir Invest er annarsvegar að eiga á hættu að yfirgefa útgáfuna og Danmörku með enn frekara tap á bakinu ef þeir falla frá þessu bréfi að hluta til eða í heild. Hinsvegar eiga Stoðir Invest á hættu að fá engu bjargað af fjárfestingu sinni í Nyhedsavisen ef ekki kemur nýtt fé inn í reksturinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×