Hvað er að gerast á leikmannamarkaðnum í NBA? 20. febrúar 2008 17:38 Ron Artest er orðaður við Denver Nordic Photos / Getty Images Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu. NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni rennur út annað kvöld og því er mikið slúðrað um hugsanleg leikmannaskipti á síðustu stundu. Leikmannamarkaðurinn hefur iðað síðustu daga eftir hver stórskiptin á fætur öðrum. Fæstir hefðu reiknað með öðrum eins látum á leikmannamarkaðnum og verið hafa undanfarnar vikur, en þar ber hæst að Shaquille O´Neal er genginn í raðir Phoenix Suns í skiptum fyrir Shawn Marion sem fór til Miami, Spánverjinn Pau Gasol fór frá Memphis til LA Lakers, Jason Kidd er genginn í raðir fyrrum félaga sinna í Dallas í skiptum fyrir Devin Harris og fleiri og leikstjórnandinn Mike Bibby fór frá Sacramento til Atlanta. Mikið er nú slúðrað um fjölda leikmanna á síðustu klukkutímunum fyrir lokun skiptagluggans. Þannig hermir Indianapolis Star að Indiana Pacers sé tilbúð að skoða öll tilboð í framherjann Jermaine O´Neal og er félagið sagt hafa rætt við Golden State, New Jersey og Sacramento um að taka við honum. O´Neal getur losað sig frá samningi við Indiana í sumar. Villingurinn Ron Artest hjá Sacramento hefur verið orðaður mikið við Denver Nuggets en sagt er að þeir samningar strandi á því að Denver vill ekki láta Linas Kleiza fara í skiptunum. Það var Sacramento Bee sem sagði fyrst frá þessu. Artest hefur látið í það skína að hann vilji fara frá Sacramento, en hann hefur reyndar verið orðaður við fleiri lið - m.a. meistara San Antonio. Leikstjórnandinn Andre Miller hjá Philadelphia hefur verið orðaður við aragrúa liða í allan vetur, en nýjustu fregnir frá Philadelphia herma að félagið vilji ekki láta hann fara. Bæði Eddy Curry og Zach Randolph hjá New York hafa verið orðaðir við brottfor frá félaginu, en það er reyndar ekkert nýtt að leikmenn New York séu í hringiðu slúðursins. Þannig hefur verið talað um að New Jersey, New York og Miami séu í viðræðum um stór skipti þar sem miðherjinn Curry færi til Miami, Vince Carter færi frá New Jersey til New York og að New Jersey fengi þá Jason Williams og Ricky Davis, sem báðir eiga lítið eftir af samningum sínum. Það var New York Daily News sem greindi frá þessu.
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira