Viðskipti erlent

Sterling-miðaeigendur mynda samtök

Dani, sem átti flugmiða með Sterling-flugfélaginu, eftir að það varð gjaldþrota í síðustu viku, ætlar að mynda samtök meðal fólks sem er eins ástatt með, og gera sameiginlega kröfu í þrotabúið.

Með því móti sé líklegra að ná fram kröfum í þrotabúið fremur en að hver og einn reyni að leita réttar síns. Talið er að mörg þúsund Danir hafi verið búnir að kaupa miða með félaginu, sem nýtast þeim ekki vegna gjaldþrotsins. Nú eru rúmar þrjár vikur til stefnu að lýsa kröfum í þrotabú Sterling, sem var í eigu Íslendinga.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×