Innlent

Ísland meðal bestu áfangastaða veiðimanna

Ísland er meðal bestu áfangastaða veiðimanna að mati lesenda Blinker, útbeiddasta veiðitímarists Evrópu.

Frá þessu greinir Ferðamálastofa á vef sínum. Þar kemur fram að verðlaun blaðsins hafi verið veitt í fyrsta sinn í síðustu viku, meðal annars í flokknum besti áfangastaðurinn með tilliti til upplifunar og gæða. Ì þeim flokki hafnaði Ísland í þriðja sæti á eftir Noregi og Spáni. Komu þessi úrslit aðstandendum blaðsins nokkuð á óvart þar sem Ísland hefur fyrst verið merkjanlegt á þessum markaði á síðustu þremur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×