Erlent

Kosið í Simbabve 27. júní

Robert Mugabe hefur stýrt Simbabve í 28 ár og stýrt því frá allsnægtum til örbirgðar.
Robert Mugabe hefur stýrt Simbabve í 28 ár og stýrt því frá allsnægtum til örbirgðar. MYND/AP

Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve verður haldin 27. júní. Frá þessu var greint í dag.

Í kosningunum takast á Robert Mugabe, sitjandi forseti, og Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar en fylgismenn þeirra hafa deilt um úrslit fyrri umferðar kosninganna.

Kosið var í lok mars en kjörstjórn birti ekki endanlegar tölur fyrr en í byrjun maí. Samkvæmt þeim sigraði Tsvangirai en hlaut ekki tilskilinn meirihluta atkvæða og því þarf að ganga aftur til kosninga. Hálfgert upplausnarástand hefur verið í landinu vegna þessarar óvissu og bætist hún við hrikalegt efnahagsástand. Þar er 165 þúsund prósenta verðbólga og atvinnuleysi áttatíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×