Gengi Lehmans Brothers hrundi um 40 prósent 9. september 2008 20:33 Fyrir utan höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York í Bandaríkjunum. Næstum því helmingurinn af markaðsverðmæti bankans gufaði upp í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira