Erlent

Nítján gíslar frelsaðir í Súdan

Óli Tynes skrifar
Mannrængjarnir reyndu að fela sig í eyðimörk í Súdan.
Mannrængjarnir reyndu að fela sig í eyðimörk í Súdan. MYND/Anna Tryggvadóttir

Ellefu vestrænir ferðamenn og átta Egyptar sem rænt var í Egyptalandi í síðustu viku hafa verið frelsaðir úr höndum mannræningjanna eftir harðan bardaga.

Þeir eru við góða heilsu og á leið til Kaíró, að sögn egypska sjónvarpsins.

Ræningarjarnir fóru með gísla sína yfir landamærin til Súdans og hótuðu að myrða þá ef reynt yrði að bjarga þeim. Þeir kröfðust 800 milljóna króna í lausnargjald.

Yfirvöld í Súdan segja að sex mannræningjar hafi verið skotnir til bana og tveir handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×