Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr útlánum Íbúðalánasjóðs

Það sem af er ári hefur Íbúðalánasjóður lánað 15,1 milljarða kr. til húsnæðiskaupa samanborið við 18,9 milljarða kr. á sama tíma árið 2007 og því hefur töluvert dregið úr útlánum sjóðsins milli ára.

Mánaðarskýrsla sjóðsins fyrir apríl kom út í morgun. Fjallað er um hana í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að almenn útlán Íbúðalánasjóðs námu tæplega 3,4 milljörðum kr. í apríl og útlán vegna leiguíbúða námu rúmlega 0,8 milljarði kr..

Þetta eru nokkru meiri útlán en í marsmánuði enda voru páskar í mars og því mun færri viðskiptadagar í mánuðinum. Í apríl í fyrra voru útlán sjóðsins 5,3 milljarðar kr., þar af voru 4,7 milljarðar kr. vegna almennra útlána.

Greiningin segir að samanburður á mars og apríl milli ára gefa skakka mynd því páskar voru í apríl í fyrra en í mars í ár. Það sem af er ári hefur sjóðurinn lánað 15,1 milljarða kr. til húsnæðiskaupa samanborið við 18,9 milljarða kr. á sama tíma árið 2007 og því hefur töluvert dregið úr útlánum sjóðsins milli ára.

Áætlun sjóðsins fyrir árið 2008 gerir einnig ráð fyrir samdrætti milli ára en sjóðurinn áætlar að lána 49-55 milljarða kr. til húsnæðiskaupa á árinu. Árið 2007 lánaði hann samtals 67,8 milljarða kr. þannig að sjóðurinn gerir ráð fyrir verulegum samdrætti milli ára á starfsemi sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×