Viðskipti erlent

Hvíta húsið skammar OPEC

Hátt olíuverð undanfarið hefur komið illa við bandarískan efnahag.
Hátt olíuverð undanfarið hefur komið illa við bandarískan efnahag.
Bandarísk stjórnvöld segja þá ákvörðun OPEC ríkjanna að draga úr olíuframleiðslu markaðsfjandsamlega. OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, ákváðu á fundi sínum í Vín í gær að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,5 milljónum tunna á dag til að stemma stigu við lækkandi olíuverði. Tunnan fór hæst í 147 dollara í sumar, en hefur vegna minnkandi eftirspurnar undanfarið lækkað töluvert í verði, og er nú komin niður í rúman 61 dollar.

Reuters hefur það eftir talsmanni Hvíta hússins að bandaríkin hafi alltaf litið á það sem svo að vöruverð eigi að mótast af samkeppni á frjálsum markaði, en ekki með markaðsfjandsamlegu samráði á borð við þetta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×