Viðskipti erlent

Debenhams í útrás á markaði í Indlandi og Rússlandi

Breska verslunarkeðjan Debenhams ætlar sér í útrás á markaði í Indlandi og Rússlandi. Ætlunin er að tvöfalda söluna á alþjóðlegum mörkuðum á næstu fjórum árum. Baugur Group á um 13% í Debenhams.

 

Sem stendur rekur Debenhams 39 verslanir utan Bretlands og er áætlað að þau muni velta um 280 milljón punda. Eftir fjögur ár eiga þessa verslanir að verða orðnar 90 talsins og velta þeirra á að nema 600 milljón punda eða nær 90 milljörðum kr.

Fjallað er um útrásaráætlanir Debenhams í blaðinu Independent. Þar segir að fókusinn verði á Indland og Rússland. Debenhams hefur þegar opnað verslun í Nýju Delhi í samvinnu við Planet Retail. Indland er sá neytendamarkaður í heiminum sem vex hvað hraðast þessa stundina og áætlanir sýna að miðstétt landsins muni telja um 350 milljón manns árið 2015.

Rússland er einnig markaður í örum vexti. Þar á Debenhams í samningaviðræðum með huganlegum samstarfsaðila og reiknað er með að fyrsta Debenhams-búðin verði opnuð í Moskvu á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×