Viðskipti erlent

Lögreglan réðst inn í höfuðstöðvar KfW bankans í Frankfurt

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Frankfurt í Þýskalandi réðst inn í höfuðstöðvar KfW bankans í borginni og lagði hönd á ýmis gögn þar. Nokkrir af yfirmönnum bankans liggja undir grun um innherjasvik.

Málið snýst um dularfulla yfirfærslu á rúmlega 45 milljörðum króna frá KfW til Lehman Brothers aðeins nokkrum klukkutímum áður en Lehman var úrskurðaður gjaldþrota.

Er málið komst í hámæli í haust hlut KfW titilinn heimskasti banki Þýskalands. Bankinn er í ríkiseigu og segir sagan að fjármálráðherra landsins hafi nær snýtt rauðu er hann heyrði af þessum „mistökum".

Nú virðist sem ekki hafi verið um mistök að ræða heldur fjársvik og er lögreglan að hefja rannsókn málsins.

KfW er vel þekktur hérlendis enda hefur hann verið umfangsmikill í krónubréfaútgáfu, nú síðast í ágústmánuði er hann bætti 2 milljörðum króna við krónubréfaútgáfu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×