Jón Ásgeir stjórnarformaður Iceland í Bretlandi 2. nóvember 2008 13:56 Jón Ásgeir Jóhannesson hefur tekið við stjórnarformennsku í Iceland matvöruverslunum í Bretlandi. Baugur keypti Iceland árið 2004. Iceland er viðamikið félag í örum vexti, en verslanakeðjan var stofnuð árið 1970 og telur nú yfir 660 verslanir víðs vegar um Bretland og Írland.Iceland sérhæfir sig í frosinni matvöru. Fyrirtækið er þekkt fyrir frumkvæði og hagstætt verð á vörum sínum og er sú verslanakeðja sem er í hvað örustum vexti í Bretlandi. „Iceland er öflugt fyrirtæki og á mikið inni," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, þegar hann tók við stjórnarformennsku í félaginu. „Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og taka þátt í frekari uppbyggingu." Í umfjöllun um málið á vefsíðu Baugs segir að við þessa breytingu hættir Jón Ásgeir í stjórnum Magasin og Illum og lætur um leið af stjórnarformennsku í báðum félögum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, hefur tekið við af Jóni Ásgeiri í Magasin og Illum, og verður um leið stjórnarformaður í félögunum. Mikill viðsnúningur til hins betra hefur orðið í rekstri Magasin og Illum síðastliðin 3 ár, en Baugur keypti sig inn í fyrirtækin ásamt öðrum fjárfestum árin 2004 og ´05. Verslanirnar hafa tekið algjörum stakkaskiptum á þessum tíma og Magasin er á ný orðin eftirlæti danskra viðskiptavina, enda skilaði félagið miklum rekstrarhagnaði á síðasta ári í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum. Eftir sem áður er Jón Ásgeir í stjórn Mosaic Fashion í Bretlandi, sem er móðurfyrirtæki sjö kventískuvörumerkja: Oasis, Warehouse, Principles, Karen Millen, Coast, Odille og Anoushka G. Auk þess er Mosaic Fashions móðurfyrirtæki Shoe Studio Group sem er með ýmiss skóvörumerki á sínum snærum. Hann situr einnig í stjórn House of Fraser. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur tekið við stjórnarformennsku í Iceland matvöruverslunum í Bretlandi. Baugur keypti Iceland árið 2004. Iceland er viðamikið félag í örum vexti, en verslanakeðjan var stofnuð árið 1970 og telur nú yfir 660 verslanir víðs vegar um Bretland og Írland.Iceland sérhæfir sig í frosinni matvöru. Fyrirtækið er þekkt fyrir frumkvæði og hagstætt verð á vörum sínum og er sú verslanakeðja sem er í hvað örustum vexti í Bretlandi. „Iceland er öflugt fyrirtæki og á mikið inni," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, þegar hann tók við stjórnarformennsku í félaginu. „Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og taka þátt í frekari uppbyggingu." Í umfjöllun um málið á vefsíðu Baugs segir að við þessa breytingu hættir Jón Ásgeir í stjórnum Magasin og Illum og lætur um leið af stjórnarformennsku í báðum félögum. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, hefur tekið við af Jóni Ásgeiri í Magasin og Illum, og verður um leið stjórnarformaður í félögunum. Mikill viðsnúningur til hins betra hefur orðið í rekstri Magasin og Illum síðastliðin 3 ár, en Baugur keypti sig inn í fyrirtækin ásamt öðrum fjárfestum árin 2004 og ´05. Verslanirnar hafa tekið algjörum stakkaskiptum á þessum tíma og Magasin er á ný orðin eftirlæti danskra viðskiptavina, enda skilaði félagið miklum rekstrarhagnaði á síðasta ári í fyrsta sinn síðan á níunda áratugnum. Eftir sem áður er Jón Ásgeir í stjórn Mosaic Fashion í Bretlandi, sem er móðurfyrirtæki sjö kventískuvörumerkja: Oasis, Warehouse, Principles, Karen Millen, Coast, Odille og Anoushka G. Auk þess er Mosaic Fashions móðurfyrirtæki Shoe Studio Group sem er með ýmiss skóvörumerki á sínum snærum. Hann situr einnig í stjórn House of Fraser.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira