Sport

Aftur var Erla Dögg langt frá sínu besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erla Dögg Haraldsdóttir í 200 metra fjórsundinu í morgun.
Erla Dögg Haraldsdóttir í 200 metra fjórsundinu í morgun. Mynd/Vilhelm

Erla Dögg Haraldsdóttir náði sér engan veginn á strik í 200 metra fjórsundi frekar en hún gerði í 100 metra bringusundi í gær.

Hún synti á 2:20,53 mínútum sem er tæpum tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hennar sem hún setti í apríl síðastliðnum.

Hún keppti á fjórðu braut í fyrsta riðlinum en kom í mark í fjórða sæti af þeim sex keppendum sem tóku þátt. Alls varð hún í 35. sæti af 38 keppendum.

Erla Dögg byrjaði ágætlega og var á undan Íslandsmetstíma sínum eftir fyrsta snúninginn en eftir það fór að halla undan fæti.

Erla Dögg hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Peking.










Tengdar fréttir

Erla Dögg: Hef engan veginn fundið taktinn

„Ég hef engan veginn fundið taktinn síðan ég kom hingað. Hafði samt ekkert verið að stressa mig á því þar sem ég hélt það myndi kannski koma þegar út í alvöruna væri komið en því miður gerðist það ekki,“ sagði Erla Dögg Haraldsdóttir eftir bringusundið áðan en hún var eðlilega ekki ánægð með sjálfa sig.

Erla Dögg langt frá sínu besta

Erla Dögg Haraldsdóttir náði sér ekki á strik í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×