Sport

Erla Dögg: Hef engan veginn fundið taktinn

Erla Dögg Haraldsdóttir.
Erla Dögg Haraldsdóttir. Mynd/Vilhelm

„Ég hef engan veginn fundið taktinn síðan ég kom hingað. Hafði samt ekkert verið að stressa mig á því þar sem ég hélt það myndi kannski koma þegar út í alvöruna væri komið en því miður gerðist það ekki," sagði Erla Dögg Haraldsdóttir eftir bringusundið áðan en hún var eðlilega ekki ánægð með sjálfa sig.

„Ég reyndi hvað ég gat og gat ekki gert betur núna. Ég veit ekki af hverju."

Erla kom í mark í 100 metra bringusundi á 1:11,79 sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hennar í greininni. Hún varð í 40. sæti af 49 keppendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×