Erlent

Enn deila fylkingarnar í Zimbabwe

Samkomulagið sem var undirritað 15. september gerir ráð fyrir því að Morgan Tsvangirai verði forsætisráðherra.
Samkomulagið sem var undirritað 15. september gerir ráð fyrir því að Morgan Tsvangirai verði forsætisráðherra.

Robert Mugabe og Morgan Tsvangirai funduðu í dag um skiptingu ráðuneyta í hinni nýju þjóðarstjórn og lauk fundinum án samkomulags.

Talsmaður flokks Tsvangirai segir að Zanu-flokkur Mugabe krefjist þess að fá öll helstu ráðuneyti landsins þar á meðal ráðuneyti fjármála-, dómsmála- og innanríkismála.

Samningur um valdaskiptingu var undirritaður í Zimbabwe fyrir tæpum tveimur vikum. Samkvæmt því verður Mugabe áfram forseti en Tswangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar verður forsætisráðherra.

Mugabe mun gefa eftir nokkuð af völdum sínum en vera áfram yfirmaður hersins. Tswangirai mun hinsvegar stjórna lögreglunni.

Samkomulagið gerir ráð fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir fái 15 ráðherrastóla og Zanu-flokkurinn 13 ráðuneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×