Segja Íslendinga hugsanlega þurfa að selja eignir í Danmörku 30. september 2008 22:17 Því er velt upp á viðskiptasíðu Jótlandspóstsins hvort íslenskir fjárfestar í Danmörku þurfi nú að selja eignir sínar þar í landi vegna vaxandi lausafjárkreppu í heiminum. Mikill skortur sé á lánsfé en eignir Íslendinga séu ekki með þeim mest aðlaðandi, meðal annars vegna þess að fyrirtækin séu í geirum sem gefi eftir í niðursveiflum, eins og smásölu, flugrekstri og fasteignum. Þá hafi íslenskir fjárfestar keypt dönsk félög fyrir lánsfé sem skapi mikinn vanda þegar lausafjárkreppa skellur á. Þá hafi fjárfestingar Íslendinga ekki skilað góðum arði. ,,Það er sama hvað Íslendingarnir hafa eignast, þeir hafa ekki hagnast á því," segir Steen Thomsen, professor í alþjóðahagfræði og fyrirtækjastjórnun við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Fari svo að hin íslenska spilaborg hrynji, segir Steen, geti það þýtt útsölu á dönskum fyrirtækjum einmitt þegar erfitt er að afla fjár. Rifjað er upp að Kaupþing hafi riðið á vaðið í Danmörku árið 2004 með kaupum á danska bankanum FIH. Þá hafi Baugur keypt bæði Magasin du Nor dog Illum. Þá sé flugfélagið Sterling í eigu Íslendinga og sömuleiðis fasteignafélög í Danmörku. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Því er velt upp á viðskiptasíðu Jótlandspóstsins hvort íslenskir fjárfestar í Danmörku þurfi nú að selja eignir sínar þar í landi vegna vaxandi lausafjárkreppu í heiminum. Mikill skortur sé á lánsfé en eignir Íslendinga séu ekki með þeim mest aðlaðandi, meðal annars vegna þess að fyrirtækin séu í geirum sem gefi eftir í niðursveiflum, eins og smásölu, flugrekstri og fasteignum. Þá hafi íslenskir fjárfestar keypt dönsk félög fyrir lánsfé sem skapi mikinn vanda þegar lausafjárkreppa skellur á. Þá hafi fjárfestingar Íslendinga ekki skilað góðum arði. ,,Það er sama hvað Íslendingarnir hafa eignast, þeir hafa ekki hagnast á því," segir Steen Thomsen, professor í alþjóðahagfræði og fyrirtækjastjórnun við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Fari svo að hin íslenska spilaborg hrynji, segir Steen, geti það þýtt útsölu á dönskum fyrirtækjum einmitt þegar erfitt er að afla fjár. Rifjað er upp að Kaupþing hafi riðið á vaðið í Danmörku árið 2004 með kaupum á danska bankanum FIH. Þá hafi Baugur keypt bæði Magasin du Nor dog Illum. Þá sé flugfélagið Sterling í eigu Íslendinga og sömuleiðis fasteignafélög í Danmörku.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira