Erlent

Hópkoddaslagur með milligöngu Facebook

Eflaust hafa margir farið í koddaslag en þó fáir við mörg þúsund manns í einu.

Fjölmargir notendur samskiptavefsins Facebook mættu í miðbæ Grand Rapids í Michiganríki í Bandaríkjunum í gær vopnaðir koddum og þá fékk æðadúnninn að fljúga. Boðað var til koddaslagsina á vefnum og datt þeim sem það gerðu ekki hug að mörg þúsund manns myndu mæta.

Aðstandendur segja þetta hafa verið skyndihugdettu sem hafi undið upp á sig. Þetta hafi ekki verið gert til að safna fyrir neinu eða til að vekja athygli á nokkrum málstað, bara til að skemmta sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×